Lifrarnammi

Ég held að hugsanlega væri hægt að kenna hundi að lesa með þessu nammi, þeim finnst þetta svo gott.  Ég var að selja þetta fyrir jólin með gjafakorti í nudd, þessvegna er myndin svona jólaleg.

Setjið í blandara eina lifur, eitt egg, 2-4 gulrætur og bolla haframjöl.   Þetta er ekket nákvæmt, ef það er til meira af gulrótum á síðasta snúning, endilega setjið meira af þeim.  Stundum set ég líka spergilkál eða grænkál eða eitthvað sem er til.  Ekki setja lauk, það er ekki gott fyrir hunda, ekki nema þið ætlið bara að borða þetta sjálf.  Svo set ég bökunarpappír í ofnskúffuna og helli þessu á.  Baka við ca. 170 í 30-40 mín, eða bara þangað til það er bakað í gegn.  Þess ber að geta að lyktin er ákaflega slæm (nema fyrir hunda og ketti) og ég geri þetta ekki nema ég geti haft opið út. Skorið niður í bita og geymt í frysti, og með svona í frystinum, er auðvelt að eignast fullt af hunda og kattavinum.

20151213_214352956_iOS

Share on Facebook