Í vetur bættust við hænsnahópinn nokkrar dömur ættaðar af suðurlandi. Hallgrímur var auðvitað himinlifandi, þar til kom í ljós að með höfðu slæðst hanar. Allt er nú komið í jafnvægi og er þetta flott viðbót við hópinn. Frk. Ásdís er ein af þeim nýju, hún er sérstaklega mannelsk og iðin. Hér eru nokkrar myndir af henni, þar sem hún gengur í hvert verk af miklum dugnaði.