Vor??

Það er nú ekki mjög vorlegt í sveitinni, þó eru dömurnar í hænsnahúsinu komnar í vorskap.  Þær vilja helst alltaf vera úti að borða og Sigurbjörg hefur dregið sig í hlé í meðgönguálmunni og liggur á 12 eggjum.  Tía (coton tíkin) fékk líka kærastann í heimsókn um daginn og hefur morgunógleðin verið að trufla hana svolítið.

20160326_111924790_iOS

Share on Facebook