Gleðilegt sumar!

Þetta hljómar alltaf jafn vel, jafnvel þó hitinn rétt skríði yfir frostmark og rigni dögum saman, þá allavega riðjast yfir landið alskonar fuglar sem gleðja okkur og líf kviknar……..og það er sko allt á fullu hér.

Tía á von á hvolpum í lok maí, hún hefur verið léleg að borða og nennir ekki mikið að ærslast.  En það hefur verið staðfest í sónar að það er fleiri en einn hvolpur.

20160101_015102151_iOS

Heilmikið hefur verið að gerast í hænsnahúsinu líka, frk. Sigurbjörg hefur ungað út 6 ungum og hugsar vel um þá.  Þeir eru hinsvegar frekar  óþekkir        20160421_091427034_iOS

Vinkonurnar, frk.Sylvía og frk. Hólmfríður liggja á saman í anda hippatímans.  Ég hef ekki hugmynd um hvort þetta sé yfirleitt hægt þegar ungarnir eru komnir en það er ómögurlegt að setja þær í sitthvorn kassann.  Þær hafa sængurkvennakofann alveg fyrir sig og pirrast mjög ef einhver kemur inn, nema sá hinn sami hafi með eitthvert góðgæti.  Að vísu býr með þeim lítil mjög iðin mús, hann Jónas.

20160421_091534126_iOS

Mér fannst þetta nú bara nokkuð mátuleg fjölgun í hænsnahúsinu en þá lagðist frk. Jakobína á eggin sín í gær og neitar að fara af þeim, hún hefur átt við lélega sjálfsmynd að stríða og ekki beint verið vinsælasta stúlkan í hópnum, auk þess að hafa átt erfiða æsku sem hún er ekki enn búin að vinna í.  Þannig að ég ætla að leyfa henni að liggja á líka, með von um að það styrki hana.  En þá verða bara hinar að herða sig í varpinu svo hægt verði að standa sig með afhendingu eggja til áskrifenda.

20160421_091450802_iOS

Share on Facebook

9,170 thoughts on “Gleðilegt sumar!”