Sylvía og Hólmfríður komu ekki nema tveimur ungum upp, þær búa ennþá bara tvær saman með börnunum og virðast ekkert vilja með hinar hænurnar hafa. Börnin eru spræk, en svolítið tilbaka. Ekki beint vísitölufjölskylda sem þau alast upp í með samkynhneigðum mæðrum, fjóra helgarpabba og 9 stjúpsystkyni. Músin Jónas er fluttur út, enda fordómafullur á allar nýungar.
Share on Facebook