Fjölgun!

20161121_104401310_ios

Ugla gaut 5 kettlingum í nótt og ég bý þessa stundina með 13 ragdoll kisum á öllum aldri.  Mamman er alsæl og fær matinn í rúmið því hún vill ekki fara frá þeim eitt augnablik.  Ég er hálf löskuð eftir að hafa sofið í gotkassanum með henni.  Þetta er alltaf jafn stórkostlegt, að sjá þessa anga sem eru nánast fóstur, vita nákvæmlega hvert á að fara til að finna spena og læðu sem er að eignast kettlinga í fyrsta skipti kunna þetta allt.  Þannig að mitt hlutverk í þessum gotkassa er ekki neitt.

Share on Facebook