Það eru skin og skúrir eins og allstaðar hér í hundaogkattalandi. Í morgun dó einn kettlingurinn hennar Uglu. Þeir voru allir sprækir og drekkandi hjá mömmu sinni í morgun en svo kom hún til mín vælandi rétt í þessu og þá sá ég að einn lá ekki í hrúgunni hjá hinum, ennþá volgur en dáinn. Svona gerist alltaf við og við en alltaf hugsar maður hvort það sé eitthvað sem maður hefur eða hefur ekki gert sem olli þessu. En að deyja er víst jafn algengt og að fæðast þó maður sætti sig oft illa við það. Stundum er eitthvað að þótt það sjáist ekki, en þá fara þeir oft á fyrstu dögunum.
Það er mikið búið að hafa samband við mig vegna kettlingana og ég lofa engu, þar sem ég á eftir að fara í gegnum biðlistann. En ef þið hafið áhuga þá má senda mér upplýsingar um ykkur (fjölskyldu, húsnæði þ.e. öruggt sem leyfir gæludýr, eruð þið vön dýrum og svo frv….) á nanna@v2.hundarogkettir.is. Já og það er bannað að selja Gæludýr til einstaklinga undir 18 ára, og ég fer þónokkuð hærra í aldurstakmarki.
Share on Facebook