Fyrir viku fæddust þessir dásamlegu coton de tulear hvolpar. Það er alltaf jafn magnað að sjá hvað mamman hugsar vel um krílin og hvað hún veit algjörlega hvað hún á að gera. Ég hef þá heimatilbúnu kenningu að maður eigi að láta hvolpana/kettlingana í friði fyrstu vikuna. Ekkert að vesenast í þeim, engar heimsóknir, engar vigtanir(nema það sé lífsnauðsynlegt) og ekkert að taka hvolpana upp. Ég hef prófað alskonar kenningar um þetta í mínum gotum en fór svo að hugsa um hvað tíkin/læðan eru stressuð þessa fyrstu daga, fara varla frá krílunum. Maður færir þeim mat í gotkassann og þarf að bera þær út að pissa. Auðvitað á maður ekki að auka stressið bara af því maður getur ekki hamið sig í að vesenast í þeim eða allar þær æfingar sem maður hefur verið að gera til að gera þau tilbúnari í hitt og þetta. Algjör vitleysa, held ég. Með augun og eyrun lokuð, eru þetta nánast fóstur ennþá, sem þurfa frið með mömmu sinni.
Share on Facebook