
Ég ætlaði að taka sæta jóla-kettlinga-mynd af þessum ómótstæðilegu molum en það var útilokað að fá þau öll fjögur kyrr á sama tíma, þannig að útkoman var margar sætar myndir og nokkrar þar sem bara sást í eyra eða rass.

Hænurnar fengu veglegar (að mínu mati) jólagjafir í ár, ég setti upp hænubað með sandi mold og sagi og hitaperu fyrir ofan til að gera það notalegra og glæsilega rólu sem ég keypti i Gæludýr á Smáratorgi. Baðið sló algjörlega í gegn, en ég gleymdi að taka miðann af rólunni, og á miðanum stóð að þetta væri fyrir stóra páfagauka!!! Þær voru ekki sáttar, dót fyrir iðjulausa páfagauka er allt annað en dót til slökunnar fyrir hænur í fullri vinnu. Núna annan í jólum eru þær aðeins farnar að jafna sig og máta róluna.
Annars hafa þessi jól snúist um það sem jól eiga að gera, borða, sofa, borða aðeins meira og leggja sig.

GLEÐILEG JÓL!
Share on Facebook