Hundareiknivélin

Pedigree er með skemmtilega reiknivél inná síðunni þeirra. Þessi reiknivél reiknar út hversu gamall hundurinn þinn er í mannaárum.

þú velur aldurinn á hundinum þínum og velur tegundina, reiknivélin reiknar út aldurinn.

Stórir hundar þroskast hraðar en minni hundar en að meðaltali er eins árs hvolpur með líkamlegan þroska á við 15 ára manneskju.

Smelltu hér til að opna reiknivélina.

20150525_220705021_iOS

Share on Facebook

Dýranudd

Ég hef nú hækkað verðið fyrir nudd nú kostar  skiptið 3500 kr, en svo er hægt að kaupa kort, 5 tíma og 10 tíma sem gefa afslátt af hverjum tíma.  Síðan verð ég með námskeið í byrjun febrúar, þar sem ég kenni nuddhandtökin, fer yfir hvað nudd gerir og hvers vegna nudd er gott fyrir dýr, námskeiðinu líkur svo á að ég fer yfir dýr viðkomandi og athuga hvort eitthvað þarf meiri athygli en annað.  Það verður betur auglýst seinna og verður hægt að skrá sig á facebooksíðunni.

nudd

 

Share on Facebook

Gleðilegt nýtt ár!

Hér voru allir slakir um áramótin, ekki mikið um sprengingar en eitthvað þó.  Ég frétti hjá nýju hvolpaeigendunum að áramótin hefðu farið misvel í hvolpana þrátt fyrir æfingar í flugeldahljóðum í bernsku.  Þessi mynd náðist af Tore á nýársmorgun, það hafa trúlega ekki verið mikil rólegheita áramót hjá honum.

tore þunnur

Share on Facebook

Hvolpar

20170915_203055354_iOS

Fyrir viku fæddust þessir dásamlegu coton de tulear hvolpar.  Það er alltaf jafn magnað að sjá hvað mamman hugsar vel um krílin og hvað hún veit algjörlega hvað hún á að gera.  Ég hef þá heimatilbúnu kenningu að maður eigi að láta hvolpana/kettlingana í friði fyrstu vikuna.  Ekkert að vesenast í þeim, engar heimsóknir, engar vigtanir(nema það sé lífsnauðsynlegt) og ekkert að taka hvolpana upp.  Ég hef prófað alskonar kenningar um þetta í mínum gotum en fór svo að hugsa um hvað tíkin/læðan eru stressuð þessa fyrstu daga, fara varla frá krílunum.  Maður færir þeim mat í gotkassann og þarf að bera þær út að pissa. Auðvitað á maður ekki að auka stressið bara af því maður getur ekki hamið sig í að vesenast í þeim eða allar þær æfingar sem maður hefur verið að gera til að gera þau tilbúnari í hitt og þetta.  Algjör vitleysa, held ég.  Með augun og eyrun lokuð, eru þetta nánast fóstur ennþá, sem þurfa frið með mömmu sinni.

Share on Facebook

Jól

20161214_123741189_ios

Ég ætlaði að taka sæta jóla-kettlinga-mynd af þessum ómótstæðilegu molum en það var útilokað að fá þau öll fjögur kyrr á sama tíma, þannig að útkoman var margar sætar myndir og nokkrar þar sem bara sást í eyra eða rass.

20161223_093548199_ios

Hænurnar fengu veglegar (að mínu mati) jólagjafir í ár, ég setti upp hænubað með sandi mold og sagi og hitaperu fyrir ofan til að gera það notalegra og glæsilega rólu sem ég keypti i Gæludýr á Smáratorgi.  Baðið sló algjörlega í gegn, en ég gleymdi að taka miðann af rólunni, og á miðanum stóð að þetta væri fyrir stóra páfagauka!!!  Þær voru ekki sáttar, dót fyrir iðjulausa páfagauka er allt annað en dót til slökunnar fyrir hænur í fullri vinnu.  Núna annan í jólum eru þær aðeins farnar að jafna sig og máta róluna.

Annars hafa þessi jól snúist um það sem jól eiga að gera, borða, sofa, borða aðeins meira og leggja sig.

20150727_080419776_ios 20161004_123808192_ios wp_000052 20160101_015102151_iOS

GLEÐILEG JÓL!

Share on Facebook

Dýralæknisheimsókn

20161123_153915527_ios

Í gær fóru krílin úr fyrra gotinu í geldingu, örmerkingu og heilbrigðisskoðun til Ragnhildar á Dýraspítalanum í Garðabæ.  Eins og sjá má á myndinni er vel hugsað um þau þar, þarna liggja þau á hitateppi meðan þau vakna úr svæfingunni.

Share on Facebook

Sorgardagur

Það eru skin og skúrir eins og allstaðar hér í hundaogkattalandi.  Í morgun dó einn kettlingurinn hennar Uglu.  Þeir voru allir sprækir og drekkandi hjá mömmu sinni í morgun en svo kom hún til mín vælandi rétt í þessu og þá sá ég að einn lá ekki í hrúgunni hjá hinum, ennþá volgur en dáinn.  Svona gerist alltaf við og við en alltaf hugsar maður hvort það sé eitthvað sem maður hefur eða hefur ekki gert sem olli þessu.  En að deyja er víst jafn algengt og að fæðast þó maður sætti sig oft illa við það.  Stundum er eitthvað að þótt það sjáist ekki, en þá fara þeir oft á fyrstu dögunum.

20161124_105934395_ios

Það er mikið búið að hafa samband við mig vegna kettlingana og ég lofa engu, þar sem ég á eftir að fara í gegnum biðlistann.  En ef þið hafið áhuga þá má senda mér upplýsingar um ykkur (fjölskyldu, húsnæði þ.e. öruggt sem leyfir gæludýr, eruð þið vön dýrum og svo frv….) á nanna@v2.hundarogkettir.is.  Já og það er bannað að selja Gæludýr til einstaklinga undir 18 ára, og ég fer þónokkuð hærra í aldurstakmarki.

Share on Facebook

Fjölgun!

20161121_104401310_ios

Ugla gaut 5 kettlingum í nótt og ég bý þessa stundina með 13 ragdoll kisum á öllum aldri.  Mamman er alsæl og fær matinn í rúmið því hún vill ekki fara frá þeim eitt augnablik.  Ég er hálf löskuð eftir að hafa sofið í gotkassanum með henni.  Þetta er alltaf jafn stórkostlegt, að sjá þessa anga sem eru nánast fóstur, vita nákvæmlega hvert á að fara til að finna spena og læðu sem er að eignast kettlinga í fyrsta skipti kunna þetta allt.  Þannig að mitt hlutverk í þessum gotkassa er ekki neitt.

Share on Facebook

Væntanlegir kettlingar

20161117_115123871_ios

Ugla tekur því rólega þessa síðustu daga fram að goti.  Hún er nú ekki mjög kviðmikil, þannig að trúlega eru þeir ekki mjög margir.

Share on Facebook

Kettlingar

20161024_102544900_ios

Það er alltaf jafn gaman að vera með hvolpa og kettlinga, þessir óþekktaormar, Gnýr og Blær eru 8 vikna núna.  Þau eru fjögur, Stormur og Þoka líka, en erfitt að ná þeim öllum á mynd.

Share on Facebook