Hrafnar og hundaþjálfun

Þessa dagana er mikið af hröfnum hér fyrir utan, stórskemmtilegar skepnur sem stríða hundunum endalaust.  Þeir setjast og bíða þar til hundarnir hafa séð þá, fljúga þá upp og láta elta sig.  Hundarnir loka eyrunum og hlaupa af stað.  Það er algjörlega ómögulegt fyrir mig að ná einhverju sambandi, ég reyni fyrst blíðu ákveðnu röddina, sem það dýrafólk sem ég dái mest notar, hundarnir líta ekki við.  Þá er það sem ég hoppa og skoppa og reyni að vera skemmtilegri en krummi, með háværri, skrækri barnarödd, stundum líta þeir við…….ásamt öllum sem eiga leið um svæðið, en koma alls ekki til baka.  Þá er það örvæntingafullu reiði öskrin, og þá tek ég líka á rás á eftir þeim, því þeir nálgast umferðagötuna.  Það dugar ekki heldur og hefur aldrei gert, þannig að ég veit ekki af hverju ég missi alltaf kúlið og dett á þetta stig, þrátt fyrir öll námskeiðin og þjálfunarbækurnar.  Það er aðeins eitt sem hugsanlega fær hundana til að finnast ég eitthvað spes í þessum kringumstæðum, það er lifrarnammið!  og uppskriftin kemur hér á eftir.

20160130_152012264_iOS

Share on Facebook

Allt að gerast í heimasíðumálum.

Nú hefur þetta heimasíðubasl staðið mánuðum saman og nú prófa ég bara að birta, þótt tæknin sé enn að stríða mér gróflega.  Ég veit að lógóið er allt of stórt, og ég er a vinna í því núna, en ætla samt að byrja.  Set hér inn mynd af kisufjölskyldunni.

20160124_132204190_iOS

Share on Facebook