Haust

Það hefur ekki gefist nokkur tími í vef-dund í sumar.  Hér í hundaogkattalandi var drenað, smíðaður pallur, hellulagt og svo er alltaf verið að pota niður trjám, með von um algert logn hér við sjóinn um miðja þessa öld.  Hér fylgja nokkrar myndir af pallasmíði þar sem Ásdís og félagar létu ekki sitt eftir liggja.

20160731_164502898_ios 20160804_090548139_ios 20160905_080016009_ios 20160908_095238056_ios 20161015_163553718_ios

Share on Facebook

Allskonar fjölskyldur

20160526_111258970_iOS

Sylvía og Hólmfríður komu ekki nema tveimur ungum upp, þær búa ennþá bara tvær saman með börnunum og virðast ekkert vilja með hinar hænurnar hafa.  Börnin eru spræk, en svolítið tilbaka. Ekki beint vísitölufjölskylda sem þau alast upp í með samkynhneigðum mæðrum, fjóra helgarpabba og 9 stjúpsystkyni.  Músin Jónas er fluttur út, enda fordómafullur á allar nýungar.

Share on Facebook

Fréttir

20160525_123353788_iOS

Hér í vorhrásalganum fæddust þrír hvolpar hjá henni Tíu.  Móður og börnum heilsast vel.  Alltaf jafn gaman að sjá hjá nýum mömmum hvernig ekkert verður til í heiminum nema afkvæmin.  Nú þarf ég að fara velja úr öllu því dásamlega fólki sem hefur haft samband og langar í hvolp.

Share on Facebook

Gleðilegt sumar!

Þetta hljómar alltaf jafn vel, jafnvel þó hitinn rétt skríði yfir frostmark og rigni dögum saman, þá allavega riðjast yfir landið alskonar fuglar sem gleðja okkur og líf kviknar……..og það er sko allt á fullu hér.

Tía á von á hvolpum í lok maí, hún hefur verið léleg að borða og nennir ekki mikið að ærslast.  En það hefur verið staðfest í sónar að það er fleiri en einn hvolpur.

20160101_015102151_iOS

Heilmikið hefur verið að gerast í hænsnahúsinu líka, frk. Sigurbjörg hefur ungað út 6 ungum og hugsar vel um þá.  Þeir eru hinsvegar frekar  óþekkir        20160421_091427034_iOS

Vinkonurnar, frk.Sylvía og frk. Hólmfríður liggja á saman í anda hippatímans.  Ég hef ekki hugmynd um hvort þetta sé yfirleitt hægt þegar ungarnir eru komnir en það er ómögurlegt að setja þær í sitthvorn kassann.  Þær hafa sængurkvennakofann alveg fyrir sig og pirrast mjög ef einhver kemur inn, nema sá hinn sami hafi með eitthvert góðgæti.  Að vísu býr með þeim lítil mjög iðin mús, hann Jónas.

20160421_091534126_iOS

Mér fannst þetta nú bara nokkuð mátuleg fjölgun í hænsnahúsinu en þá lagðist frk. Jakobína á eggin sín í gær og neitar að fara af þeim, hún hefur átt við lélega sjálfsmynd að stríða og ekki beint verið vinsælasta stúlkan í hópnum, auk þess að hafa átt erfiða æsku sem hún er ekki enn búin að vinna í.  Þannig að ég ætla að leyfa henni að liggja á líka, með von um að það styrki hana.  En þá verða bara hinar að herða sig í varpinu svo hægt verði að standa sig með afhendingu eggja til áskrifenda.

20160421_091450802_iOS

Share on Facebook

Vor??

Það er nú ekki mjög vorlegt í sveitinni, þó eru dömurnar í hænsnahúsinu komnar í vorskap.  Þær vilja helst alltaf vera úti að borða og Sigurbjörg hefur dregið sig í hlé í meðgönguálmunni og liggur á 12 eggjum.  Tía (coton tíkin) fékk líka kærastann í heimsókn um daginn og hefur morgunógleðin verið að trufla hana svolítið.

20160326_111924790_iOS

Share on Facebook

“selfie”

Við frk. Ásdís brugðum aðeins á leik og tókum “selfie”20151216_210434558_iOS

Share on Facebook

Fröken Ásdís

Í vetur bættust við hænsnahópinn nokkrar dömur ættaðar af suðurlandi.  Hallgrímur var auðvitað himinlifandi, þar til kom í ljós að með höfðu slæðst hanar.  Allt er nú komið í jafnvægi og er þetta flott viðbót við hópinn.  Frk. Ásdís er ein af þeim nýju, hún er sérstaklega mannelsk og iðin.  Hér eru nokkrar myndir af henni, þar sem hún gengur í hvert verk af miklum dugnaði.

Share on Facebook

Kettlingar

Þá eru þessar stilltu kettlingatvíburasystur orðnar 11 vikna, og ekki langt í að þær fari að heiman.  Þetta eru fyrstu börn Tore hins sænska og sparikisu.

20160213_120606352_iOS

Share on Facebook

Kattasandur/sag

Ég hef verið að prófa að nota sag frá Furuflís í kisukassana í staðinn fyrir sand. Það virkar svona ljómandi vel, þetta er það hreint að það er hægt að setja það í jarðveginn eftir notkun og svona miklu,miklu ódýrara. Það eina sem er verra er að það fer dálítið útúr kassanum, en nú er ég að prófa að setja handklæði undir kassan og vita hvort það loði ekki við það.

20160121_143841128_iOS

Share on Facebook

Lifrarnammi

Ég held að hugsanlega væri hægt að kenna hundi að lesa með þessu nammi, þeim finnst þetta svo gott.  Ég var að selja þetta fyrir jólin með gjafakorti í nudd, þessvegna er myndin svona jólaleg.

Setjið í blandara eina lifur, eitt egg, 2-4 gulrætur og bolla haframjöl.   Þetta er ekket nákvæmt, ef það er til meira af gulrótum á síðasta snúning, endilega setjið meira af þeim.  Stundum set ég líka spergilkál eða grænkál eða eitthvað sem er til.  Ekki setja lauk, það er ekki gott fyrir hunda, ekki nema þið ætlið bara að borða þetta sjálf.  Svo set ég bökunarpappír í ofnskúffuna og helli þessu á.  Baka við ca. 170 í 30-40 mín, eða bara þangað til það er bakað í gegn.  Þess ber að geta að lyktin er ákaflega slæm (nema fyrir hunda og ketti) og ég geri þetta ekki nema ég geti haft opið út. Skorið niður í bita og geymt í frysti, og með svona í frystinum, er auðvelt að eignast fullt af hunda og kattavinum.

20151213_214352956_iOS

Share on Facebook