Nanna Lovísa Zophoniasdóttir
Ég sé um skriftirnar, utanumhaldið,fóðrið, peningamálin og svo er ég hundanuddarinn.
Hekla
Hekla er 10 ára öldungur og ættmóðirinn í Coton de tulear hópnum. Dásamleg tík, sem sér mest um það að sofa núorðið. Hekla kvaddi okkur í vor, 11 ára gömul.
Tia
Tia er ákaflega lífleg og þrátt fyrir glæsilega byrjun í sýningabransanum, hefur hún aðeins farið einu sinni á hundasýningu, vegna þess að hún er ófær um að vera fín og kemur sér alltaf í næsta poll, sest á lok á málingadós eð finnur sér eitthvað annað til að ata sig út í. Hún sér aðallega um að halda túninu fríu af fuglum, kindum og óboðnum gestum.
Ýr
Ýr er nú bara lítil skotta og gerir fátt annað en að vera ómótstæðilega sæt. Hún fór á hundasýningu og var kosin óþekkasta stúlkan. Hún er að læra til fjárhunds og er hamingjusöm og glöð allan daginn. Mamma hennar er Tía og amma Hekla.
Britney
Britney, er kölluð kisa hjá okkur eða sparikisa, þegar við áttum annan kött sem var ekki alveg eins sparilegur. Hún er undurfögur, bláeygð Ragdoll dama, og á kettlingin Uglu. Hún vill eingöngu drekka rennandi vatn við rétt hitastig í baðkarinu.
Tore
Tore er sænskur ofurhögni sem flutti til landsins haustið 2014, til þess að líta á Ragdoll dömur landsins. Það er ekki bara að hann sé glæsilegur fulltrúi Ragdollkatta og Svía, heldur er hann einstaklega mikill ljúflingur. Hann sér um börnin og önnur tilfallandi störf þegar kisugot eru í gangi. Hann er líka sérstakur áhugaköttur um vatn, rennandi vatn, vatn í glasi, polla, og jafnvel frosið vatn.
Kría og Ugla.
Systurnar Kría og Ugla eru dásamlegar vinkonur og ætla sér báðar að verða kærustur Tore og eignast kettlinga. Þær eru nánast alltaf saman og báðar algjörir innipúkar.
Hallgrímur
Hallgrímur er spjátrungur og frekar góður með sig. Það verður ekki skrifað mikið meira um hann þar sem hann er á skilorði, hefur orðið uppvís að éta eggin undan hænunum. Hann hefur lofað að taka sig á. (Hallgrímur hefur látið af þessum ósið og er konungur hænsnahússins, eða stelpurnar láta hann halda það). Hallgrímur kvaddi vorið 2017.
Ásdís og dömurnar
Ásdís er í forgrunni á þessari mynd, og er kannski raunverulega alltaf í forgrunni. Hún er talshæna hænsnahússins og með henni á myndinni eru, Sylvía, Isabella, Carmen, Halldóra, Sigurbjörg, Heiðrún, Hafdís, Sesselija, Guðrún, Þorgeir,Kristín, Selma,Kristbjörg, Maja litla og…………